guðmundur.annáll.is

AnnállFræðslaGuðfræðiHelgihald og bænirLjóð og sálmarPistlarPrédikanir

« Þá verður veik bæn sterk · Heim · Prédikunarundirbúningur fyrir Hvítasunnudag »

Neyðin hefur andlit

Guðmundur @ 14.26 18/5/07

hjstdaela.jpgKristin íhugun um neyðina felur í sér skuldbindingu bæði við Guð og náungann og gengur lengra en orð eins og ég reyni að tjá: Neyðing hefur andlit, horfist í augu…

Neyðin hefur andlit,
horfist í augu,
sé það kona sem biður,
barn, sem brosir í gegnum tárin,
örkumla maður, sem vonar
að einhver styðji hann.

Þú getur geymt myndina
í huga þér.
Jafnvel sagt einhver orð
til uppörvunar,
en það gagnast þeim ekki
fyrr en þú réttir þeim hönd,
binst þeim fátæku,
þeim minnstu bræðrum
og systrum Drottins,
börnum Guðs til eilífðar,
með Guði, eins og hann gerði.

Þegar þú viðurkennir að
þú ert smælingi og þurfalingur
með þeim sem biðja,
gráta og skjögra.
Þá finnur þú kærleikann í
augum náunga þíns.

url: http://gudmundur.annall.is/2007-05-18/neydin-hefur-andlit/


© guðmundur.annáll.is · Færslur · Ummæli