guðmundur.annáll.is

AnnállFræðslaGuðfræðiHelgihald og bænirLjóð og sálmarPistlarPrédikanir

« Ræða 2. sd. í föstu – Hver er náungi minn? · Heim · Ræða 4. sd. í föstu – Brauð fyrir eilífðina »

Föstuvaka – í Akureyrarkirkju 2007

Guðmundur @ 17.30 29/3/07

akureyrarkirkja-kross.JPGÁ föstu 2007 setti ég saman föstuvöku í Akureyrarkirkju með aðstoð kirkjukórsins og organistans Arnórs B. Vilbergssonar. Helgihaldið byggði á fjórtán lestrum sem birtust í Bænabók sem herra Karl Sigurbjörnsson biskup tók saman. Hér eru valdir fimm lestrar og Kór Akureyrarkirkju syngur valin erindi úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar á milli. Á meðan voru sýndar myndir listasögunnar en jafnframt myndir frá Íslandi og úr sýningunni Kristur um víða veröld. Hér má hlusta á dagskrána (Það tekur nokkra stund að hlaða niður efninu). 

Föstuvaka í Akureyrarkirku 2007

Hér má skoða myndirnar með stuttum texta sem vísar til lestursins. Þær eru á Pdf-formi og má fletta þeim áfram sem vökunni fram vindur.

Dagskrá:

 • Forspil
 • Inngangur
 • Almennur söngur – Sálmur 130: Upp, upp, mín sál
 • Upphafsbæn
 • Miskunnarbæn úr Missa Angelicus
 • 1. lestur: Jesús dæmdur til dauða
 • Almennur söngur – Sálmur 41: Víst ertu, Jesús, kongur klár
 • 2. lestur: Jesús ber krossinn
 • Kórsöngur – Sálmur 131: Krossferli að fylgja þínum
 • 3. lestur: Jesús fellur fyrsta sinn
 • Kórsöngur – Sálmur 47: Gegnum Jesú helgast hjarta
 • 4. lestur: Jesús mætir móðir sinni
 • Kórsöngur – Sálmur 337: Bæn má aldrei bresta þig
 • 5. lestur: Veroníka þerrar andlit Jesú, og mynd hans situr eftir á dúknum
 • Almennur söngur – Sálmur 146: Dýrð vald virðing
 • Hugvekja
 • Bæn og blessun
 • Almennur söngur – Sálmur 56: Son Guðs, ertu með sanni

url: http://gudmundur.annall.is/2007-03-29/fostuvaka-i-akureyrarkirkju-2007/

Athugasemdir

Fjöldi 2, nýjasta neðst

Pétur Björgvin @ 29/3/2007 17.40

Góð dagskrá, flott að geta nálgast hana á vefnum.

valgerður @ 11/4/2007 08.37

Flott hjá þér Guðmundur, til hamingju, ValgerðurV


© guðmundur.annáll.is · Færslur · Ummæli